Quantcast
Channel: Meistaraskákir – Skákfélagið Hrókurinn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 10

Slysið í slippnum og riddaramátið gegn Þjóðhátíðarskáldinu

$
0
0
Kári Elíson skrifar

Kári Elíson skrifar

Svona opinberlega hef ég lítið sagt um hversu mikið lyftingar og kraftlyftingar hafa skarast hjá mér við skákina og hvað mörgum áföllum ég hef orðið fyrir sem ég hef síðar snúið upp í sigra í lífi og leik. Það er eitt ár sem er þó mjög sögulegt og dramatískt sem ég ætla aðeins að fjalla um hér. Þetta er árið 1979.

Þá skiptust heldur betur á skin og skúrir í lífi mínu og allt sem vann gegn mér gerði mig öflugri andlega til að stefna ótrauður áfram til margra sigra. Lífsmottóið sem ég setti mér þá var að gefast aldrei upp alveg sama hvað myndi henda mig. Og það var margt sem henti mig…

Árið byrjaði reyndar vel og ég varð mjög óvænt efstur á Skákþingi Akureyrar ásamt Gylfa Þórhallssyni. Ég var í lítilli æfingu eftir 4 ára keppnishlé og var orðin þreyttur þegar komið var að einvígi um titilinn sem Gylfi vann eftir tvísýna baráttu. Ég skrifa síðar um það en á Skákþinginu tefldi ég eina af mínum allra bestu skákum.

Ég varð síðan Íslandsmeistari í Olympískum lyftingum eftir annarskonar einvígi við kunnan kappa Harald Ólafsson. Ég fór svo enn að þyngja æfingar fyrir Norðurlandamót í lyftingum um vorið og blandaði einhverjum kraftlyftingum inn í það með slæmum árangri því ég féll úr keppni á íslandsmótinu í fyrsta og eina sinn.

Skákfélag Akureyrar stóð fyrir því að setja Íslandsmet í maraþonskák og tók ég þátt í því. Tefld var hraðskák í um 25 klst samfleytt og sett met sem stendur en að því er best ég veit. Á ég eina skák með mér frá þessum atburði og birti hana síðar. Þetta maraþon hafði ekki góð áhrif á mig og ég fékk flensu upp úr því og neyddist til að keppa nokkrum dögum síðar á Norðurlandamótinu í lyftingum í Danaveldi þar sem ég féll úr keppni.

Um sumarið gerðist það að á fótboltaæfingu með Skákfélaginu að það var sparkað í hnéð á mér með þeim afleiðingum að liðband slitnaði og ég varð frá vinnu í langan tíma. Í meira en hálft ár staulaðist ég um haltur og vesæll eða allt þar til dulrænt kraftaverk læknaði mig daginn áður en ég átti að fara í mjög tvísýnan uppskurð.. Engu að síður batt það slys enda á feril minn í lyftingum. Árið eftir, 1980 tókst mér eftir hatramma endurhæfingu með öllum mínum vilja að hefja aftur keppni. Núna í kraftlyftingum og stofna til ferils þar sem ég hef aldrei verið sigraður af íslending eftir það og ekki af útlending síðan 1993.

Slysið í slippnum..Eitt líf misst…

Jónas Þór Bjarnason

Jónas Þorbjarnarson

Fyrir þetta fótboltaslys voru því ýmis örlagateikn á lofti hvað mig varðaði. Á þessum tíma var ég að vinna í Slippstöðinni á Akureyri. Ég var í toppformi og búinn að jafnhenda 140kg persónulegt á æfingu í 67,5kg flokki en Íslandsmetið var 133kg.. Helsti vinnufélagi minn var skákmaðurinn og skáldið Jónas Þorbjarnarson.

Við töldumst frekar skrautlegir fírar. Við vorum mest í því að botnmála skip.. skrapa málningu í dimmum lestum og dund með brettaskífum á þilförum og fleira. Þegar við vorum tveir einir að skrapa niðrí lest þá tefldum við blindskákir okkar í millum og urðu þær oft ókláraðar. Ekki ósvipað og hjá okkur Stone Stone þegar við   hittumst  eihverjum árum síðar á Kringlukránni og tefldum á þriðja glasi blindskákir í Drekanum…

Eitt sinn vorum við Jónas að sarga eitthvað með brettaskífum upp á dekki á vel ryðguðum togara. Ég veit þá ekki fyrr en ég missi allt í einu fótanna og hrapa niður.. ósjálfrátt náði ég þó að grípa með annarri hendi í brúnina á gatinu sem var um metri að breidd.. Með hinni hendinni hélt ég um handfangið á brettaskífunni sem var í fullum gangi og þorði ég ekki að sleppa henni vegna hættunnar á því að hún færi í mig… „Kári.Kári.ertu að hrapa! hrópaði Jónas og kom þarna að. Ég leit niður og horfði beint alla leið í vélarrúmið og leist ekki á blikuna. „Taktu bréttaskífuna!“ var það eina sem ég kom upp. Jónas náði henni og þá greip ég hinni hendinni um brúnina og náði síðan að vega mig upp.

slippurinn_sulan

Jökull ÞH í Slippnum á Akureyri

Kom svo í ljós að pappaspjald hafði verið laft yfir gatið sem hafði svo gefið sig þegar ég steig á það. Fengum við Jónas frí það sem eftir lifði dags og einnig næsta dag á meðan vinnueftirlitið var með málið í rannsókn.

Sá sem átti þarna hlut í björgun minni, Jónas Þorbjarnarson varð síðar þekktur sem skáld. Hann varð sigurvegari um Þjóðhátíðarljóð á aldamótaárinu 2000 og hlaut ýmsar aðrar viðurkenningar. Jónas var Akureyringur fæddur 1960 og bráðkvaddur 2012 í útlöndum. Hann tefldi nokkuuð hjá Skákfélaginu og tefldi ég nokkrum sinnum við hann á svona minniháttarmótum.

Óvenjulegt riddaramát

Eitt sinn á 15 mínútna móti þetta ár 1979, tefldum við Jónas skák sem er mér eftirminnileg. Jónas tefldi fram drottningarpeði sínu og upp kom hið spennandi Albinbragð. Ég fórnaði fljótlega manni fyrir sóknarfæri. Í 12 leik gat ég mátað í þremur leikjum en sá það ekki. En rétt á eftir rann upp sú stund að ég lék: 13.Dd3!!?. Leikurinn hótar beint máti með 14.Dxf1+ Hvítur hefur tapað tafl en gæti þó varist nokkuð með 14.Be2. Eftir nokkra stund leit Jónas á mig og sagði: „Drottningin er oní maður!“ „Ég tek aldrei upp!“ svaraði ég. Og síðan drap Jónas drottninguna og framhaldið er history…

Akureyri 1979

Hvítt: Jónas Þorbjarnarson
Svart: Kári Elíson

Lokastaðan er þó nokkuð einstök!


Viewing all articles
Browse latest Browse all 10